top of page
zNa5Gdz0.jpeg

Um mig

Síðan ég var lítil stelpa hef ég stefnt á feril sem förðunarfræðingur. Fyrsta skrefið var að sækja nám við Mask Makeup Academy haustið 2018. Vorið eftir tók ég svo námskeið í Special Effects förðun svo ég hef grunn þekkingu á því sviði en stefni á að læra meira. Við lifum á tímum hraðra breytinga þannig ég reyni að fylgjast vel með nýjum trendum og aðferðum svo ég geti veitt viðskiptavinum mínum þá allra bestu þjónustu sem völ er á. Ég á fjölskyldu um allt land og hef því ferðast vítt og breytt um eyjuna okkar. Vegna þess get ég verið auka sett af augum þegar kemur að því að finna staðsetningar fyrir allskonar verkefni hér á Íslandi. 

 

Síðan ég útskrifaðist hafa verk eftir mig verið gefin út í tímaritum, bæði á Íslandi og erlendis. Ég hef einnig unnið að tónlistarmyndböndum, sjónvarpsauglýsingum, sjónvarpsþáttum og tónleikum. Haustið 2021 var ég ráðin sem sminka í Þjóðleikhúsinu og vinn þar enn í dag. Þetta er án efa besta vinna sem ég hef nokkurntíman verið í en hún hefur leyft mér og þekkingunni minni að vaxa og dafna. Með mitt listræna auga, förðunarhæfileika og þekkingu á Íslandi er ég góð viðbót í næsta verkefni. 

Hafðu samband

elinhanna24@gmail.com

Sími:(+354)615-2424

Instagram: elinhannamua

Thanks for submitting!

bottom of page